fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Danir, Hollendingar og Þjóðverjar gefa Úkraínu 178 skriðdreka

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 08:00

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var tilkynnt um samstarf Dana, Hollendinga og Þjóðverja varðandi kaup á Leopard 1A5 skriðdrekum handa Úkraínu. Hefur þýska ríkisstjórnin veitt heimild fyrir að Úkraínumenn fái 178 slíka skriðdreka.

80 skriðdrekar verða afhentir á næstu vikum og mánuðum en hinir síðar. Um 100 af þessu skriðdrekum eru í eigu fyrirtækis í Flensborg í Þýskalandi en það keypti þá af Dönum 2010. Munu löndin þrjú kaupa þessa skriðdreka af fyrirtækinu og láta standsetja þá áður en þeir verða sendir til Úkraínu.

Þjóðverjar eru byrjaðir að þjálfa 600 úkraínska hermenn sem eiga að nota skriðdrekana.

Leopard 1A5 eru forverar Leopard 2 skriðdrekanna. Þeir eru ekki eins öflugir en engu að síður mjög góðir að sögn kunnáttumanna og munu eflaust koma að góðu gagni á vígvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu