80 skriðdrekar verða afhentir á næstu vikum og mánuðum en hinir síðar. Um 100 af þessu skriðdrekum eru í eigu fyrirtækis í Flensborg í Þýskalandi en það keypti þá af Dönum 2010. Munu löndin þrjú kaupa þessa skriðdreka af fyrirtækinu og láta standsetja þá áður en þeir verða sendir til Úkraínu.
Þjóðverjar eru byrjaðir að þjálfa 600 úkraínska hermenn sem eiga að nota skriðdrekana.
Leopard 1A5 eru forverar Leopard 2 skriðdrekanna. Þeir eru ekki eins öflugir en engu að síður mjög góðir að sögn kunnáttumanna og munu eflaust koma að góðu gagni á vígvellinum.