fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Rússar fjölga í herliði sínu í austurhluta Úkraínu – Telja stórsókn yfirvofandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 06:40

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú streyma rússneskir hermenn og hergögn til hertekinna svæða í austurhluta Úkraínu. Svo hratt streyma hermenn og hergögn til svæðisins að háttsettir úkraínskir herforingjar hafa varað við að yfirvofandi stórsókn Rússa og telja að hún hefjist jafnvel í næstu viku.

Héraðsstjórinn í Luhansk sagði í úkraínsku sjónvarpi á mánudaginn að Rússar hafi sent liðsauka til héraðsins og sé það liður í undirbúningi stórsóknar sem hefjist jafnvel í næstu viku. Hann sagði að mikið magn skotfæra hafi verið flutt til svæðisins og nú noti Rússarnir það öðruvísi en áður, nú skjóti þeir ekki lengur allan sólarhringinn, þeir séu að spara skotfæri og undirbúa stórsókn. Reikna megi með að hún hefjist eftir 15. febrúar.

Rússar hafa hert aðgerðir sínar við Bakhmut og Vuhledar í austurhluta Úkraínu eftir áramót en Úkraínumönnum hefur tekist að verjast þeim þar en mannfallið er mikið á báða bóga.

Á mánudaginn sagðist úkraínski herinn hafa fellt rúmlega 1.000 rússneska hermenn á einum sólarhring. Ef rétt er, þá er þetta mesta mannfall Rússa á einum degi frá því að innrásin hófst.

Sérfræðingar telja hugsanlegt að Rússar vilji hefja stórsókn fljótlega til að geta sýnt fram á einhvern árangur þegar eitt ár verður liðið frá upphafi innrásarinnar. Eru rússneskir hershöfðingjar taldir vera undir miklum þrýstingi um að ná árangri á næstunni og þess utan vilja Rússar líklega reyna að sækja fram áður en vestrænir skriðdrekar fara að streyma á vígvöllinn auk langdrægra flugskeytakerfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“