fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Dularfullur faraldur sækir í sig veðrið – Ný tilfelli daglega

Pressan
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hafa yfirvöld í Durango, sem er fylki í norðurhluta Mexíkó, barist við dularfullan heilahimnubólgufaraldur. 35 hafa látist fram að þessu af þeim 79 sem hafa greinst með veiruna á undanförnum vikum.

Sársaukafull bólga í heila fylgir oft heilahimnubólgu, sem er oftast af völdum veiru en í í sjaldgæfum tilfellum af völdum bakteríu- eða sveppasýkingar.

Fyrsta tilfellið í Durango greindist í lok síðasta árs og í kjölfarið greindust fleiri tilfelli.

Allir sjúklingarnir höfðu gengist undir aðgerðir á einkasjúkrahúsum þar sem mænudeyfing var notuð. Þetta kemur fram í gögnum sem embættismenn hafa afhent Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO.

Það sem af er ári hafa heilbrigðisyfirvöld í Durango staðfest ný smit nær daglega og skýrt frá sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum af völdum sjúkdómsins.

Unnið er að því að reyna að komast að upptökum sjúkdómsins.

Fylkisstjórnin í Durango segir á heimasíðu sinni að faraldur af þessu tagi hafi aldrei áður sést í heiminum.

Ekki er vitað með vissu hvenær fyrstu sjúklingarnir smituðust eða hversu margir hafa smitast og jafnað sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi