fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Svona var ástandið á Ísafirði í gærkvöldi þegar Davíð Smári fór með drengina út

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestri sem leikur í Lengjudeild karla býr við erfiðan kost á veturna þar sem enginn aðstaða er í raun til knattspyrnuiðkunnar ef illa viðrar.

Gamalt gervigras er á Ísafirði sem er ekki næginlega vel búið til þess að bræða snjóinn af.

Davíð Smári Lamude tók við þjálfun Vestra í vetur og fær nú að kynnast aðstæðum á Ísafirði, hann reyndi að hafa æfingu í gær við verulega erfiðar aðstæður.

Samúel Samúelsson, formaður Vestra birti myndband af aðstæðum í gær þar sem snjó kyngdi niður í bland við góðan gust.

„Leikur við Skagann á Laugardaginn,“ sagði Samúel en Vestri hefur þá vegferð sína í Lengjubikarnum.

Von er á betri aðstöðu á Ísafirði næsta vetur en á Fjár­hags­á­ætlun Ísa­fjarðar­bæjar fyrir árið 2023 hefur verið sam­þykkt og þar dregur til tíðinda í að­stöðu­málum knatt­spyrnu­deildar Vestra en eftir knatt­spyrnu­tíma­bil næsta árs á að hefjast handa við að setja gervi­gras á aðal­völl fé­lagsins á Torf­nesi.

Fjár­hags­á­ætlun Ísa­fjarðar­bæjar fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir því að 95 milljónir króna verði settar í fram­kvæmdina nýtt gervi­gras á aðal­völlinn á Torf­nesi.

,,Á­ætlað er að setja 100 milljónir króna árið 2024 til að ljúka verk­efninu,“ segir síðan í saman­tekt Örnu Láru. ,,Hafist verður handa við fram­kvæmdir eftir að knatt­spyrnu­tíma­bilinu lýkur haustið 2023 og að þeim ljúki áður en keppnis­tímabilið hefst 2024.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Í gær

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans
433Sport
Í gær

Björn Bragi opinberar eftirminnileg skilaboð sem hann fékk eftir þátt af Kviss á Stöð 2

Björn Bragi opinberar eftirminnileg skilaboð sem hann fékk eftir þátt af Kviss á Stöð 2