Vestri sem leikur í Lengjudeild karla býr við erfiðan kost á veturna þar sem enginn aðstaða er í raun til knattspyrnuiðkunnar ef illa viðrar.
Gamalt gervigras er á Ísafirði sem er ekki næginlega vel búið til þess að bræða snjóinn af.
Davíð Smári Lamude tók við þjálfun Vestra í vetur og fær nú að kynnast aðstæðum á Ísafirði, hann reyndi að hafa æfingu í gær við verulega erfiðar aðstæður.
Samúel Samúelsson, formaður Vestra birti myndband af aðstæðum í gær þar sem snjó kyngdi niður í bland við góðan gust.
„Leikur við Skagann á Laugardaginn,“ sagði Samúel en Vestri hefur þá vegferð sína í Lengjubikarnum.
#Vestri pic.twitter.com/fTto9w5O9L
— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) February 7, 2023
Von er á betri aðstöðu á Ísafirði næsta vetur en á Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 hefur verið samþykkt og þar dregur til tíðinda í aðstöðumálum knattspyrnudeildar Vestra en eftir knattspyrnutímabil næsta árs á að hefjast handa við að setja gervigras á aðalvöll félagsins á Torfnesi.
Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir því að 95 milljónir króna verði settar í framkvæmdina nýtt gervigras á aðalvöllinn á Torfnesi.
,,Áætlað er að setja 100 milljónir króna árið 2024 til að ljúka verkefninu,“ segir síðan í samantekt Örnu Láru. ,,Hafist verður handa við framkvæmdir eftir að knattspyrnutímabilinu lýkur haustið 2023 og að þeim ljúki áður en keppnistímabilið hefst 2024.“