Undanfarið hefur Kutcher verið að kynna nýja kvikmynd þar sem hann fer með aðalhlutverkið ásamt leikkonunni Reese Witherspoon, Your Place or Mine.
Myndir af þeim á rauða dreglinum hafa vakið mikla kátínu meðal netverja, sem segja þau einstaklega vandræðaleg saman.
Það eru ekki bara netverjar sem eru á þeirri skoðun heldur einnig Kunis.
Witherspoon greindi frá þessu í morgunþættinum Today with Hoda & Jenna.
„[Mila] sendi okkur tölvupóst í gærkvöldi. Hún sagði: „Þið voruð svo vandræðaleg á rauða dreglinum saman,““ sagði Witherspoon kímin.
Hún bætti við að það sé langt frá því að vera kalt á milli stjarnanna og hló að málinu.
„Það var bara gaman að fá að kynnast eiginmanni Milu því ég hef elskað hana svo lengi. Hann er svo faglegur. Hann er svo fyndinn og algjör trúður. Við skemmtum okkur svo vel og í hvert skipti sem hann var í fyndnum fötum sendi ég Milu skilaboð og spurði: „Í hverju er hann eiginlega?“
Myndin kemur á streymisveituna Netflix þann 10. febrúar næstkomandi.