Hlynur Freyr Karlsson er genginn í raðir Vals frá Bologna.
Hlynur er átján ára gamall. Hann getur spilað í hægri bakverði og úti á kanti.
Kappinn kom inn í unglingalið Bologna frá Breiðabliki árið 2020.
Valur hefur verið að fá til sín unga og efnilega leikmenn undanfarið en á dögunum gengu Lúkas Logi Heimisson og Óliver Steinar Guðmundsson í raðir félagsins.