fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Leonardo DiCaprio fordæmdur fyrir að slá sér upp með 19 ára fyrirsætu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 11:32

Leonardo DiCaprio og Eden Polani.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Leonardo DiCaprio hefur verið hafður að háði og spotti í gegnum tíðina fyrir aldur kvennanna sem hann hefur átt í ástarsambandi við, en allar hafa þær verið undir 25 ára.

Hjartaknúsarinn var síðast í sambandi með fyrirsætunni og leikkonunni Camillu Morrone, en þau hættu saman eftir fjögurra ára samband í lok ágúst 2022.

Sambandið vakti mikla athygli vegna aldursmunar parsins, heil 22 ár. Leonardo var 47 ára og Camilla var 25 ára þegar þau hættu saman. Því leið ekki á löngu eftir sambandsslit þeirra þar til netverjar fóru að gera grín að því að engin kærasta Leonardo hefur verið eldri en 25 ára, hann virðist alltaf hætta með þeim áður en þeim áfanga er náð.

Tafla sem sýnir aldur Leonardo DiCaprio hækka en aldur kærasta hans lítið sem ekkert breytast.

En nú er leikarinn fordæmdur af aðdáendum sem segja hann ganga of langt.

Hann sást á dögunum með ísraelsku fyrirsætunni Eden Polani. Hún er 19 ára gömul og leikarinn er 48 ára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum