fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Sjónvarpskonan Nína Richter tók netníðing til bæna – „Í dag geta svona orð ekki sært mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 11:30

Nína Richter. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Nína Richter varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að fá ljót skilaboð frá nafngreindum aðila. Slíkt er því miður raunveruleiki fólks sem starfar í fjölmiðlum en Nína sneri vörn í sókn og opinberaði hatursorðræðuna. Hún skrifaði einnig tilfinningaþrunginn pistil sem vakið hefur mikla athygli þar sem hún benti á mikilvægi þess að fjölbreyttir einstaklingar séu sýnilegir í sjónvarpi.

Nína hefur starfað sem sjónvarpskona á Hringbraut og einn af þáttastjórnendum Fréttavaktarinnar auk þess sem á næstunni mun fara í loftið nýr spjallþáttur undir hennar stjórn. Eftir þátt gærdagsins bárust skilaboð frá netníðingi sem sagði: „Hættu að setja einhverja drullu í andlitið á þér. Þú lítur út eins og vansköpuð.“

Nína birti skjáskot af skilaboðunum og skrifaði kröftuga færslu þar sem hún beindi orðum sínum til mannsins og greindi frá erfiðu persónulegu ferðalagi sínu á þann stað sem hún er í dag. Færslan hafði þau áhrif að maðurinn bað Nínu afsökunar í athugasemdum við færsluna. Nína féllst á það og sagðist vona að hegðun sem þessi muni ekki endurtaka sig, hvorki gagnvart henni né öðrum konum. Hefur hún fengið mikið lof fyrir að taka slaginn og skila skömminni þar sem hún á heima, hjá nettröllinu sjálfu.

Hér má lesa færslu Nínu í heild sinni:

Jæja, lít ég bara út eins og vansköpuð Bjarni, eða hvað sem þú heitir.

Málið er, að ég er bara pínulítið vansköpuð, ef við ætlum að nota það orð. Ég er fædd með skarð í vör og það sést bara stundum á myndum eða myndböndum, að nefið á mér er ósamhverft, eða að ég sé með ör á vörinni. Þannig er ég bara. Láttu það pirra þig eins og þú vilt. Það angrar mig ekkert hérna á meðan ég er að horfa á Netflix, knúsa krakkana mína og borða bingókúlur, að þér finnist ég einhvern veginn. Ég er heppin að hafa fæðst á Íslandi. Það er fullt af börnum úti í heimi með skarð sem fá enga aðstoð. Svo að ég tali nú ekki um alvarlegri fæðingargalla.

Sko, Bjarni. Þegar ég var krakki, var ég lögð í svakalegt einelti. Ég skipti reyndar um skóla í tvígang vegna eineltis. Sjálfsmatið var í rúst og þegar ég var tólf ára reyndi ég sjálfsvíg. Ég var bara krakki og samt var útlitspressan svona hörð. Ég var ekkert að reyna að gifta mig eða stunda módelstörf, ég vildi bara lesa Andrésblöð og vera í skátunum.

Ég eyddi hluta unglingsáranna inni á geðdeild. Ég hlustaði líka á Nine Inch Nails, Depeche Mode og The Cure og var sorgmædd og leið út í lífið og fannst ég hafa fengið algjör skítaspil. Ég fékk sem betur fer frábæra aðstoð og þegar fram liðu stundir, aðstoð hjá fleiri sérfræðingum. Ég þurfti helling af aðstoð og þetta hafði mikil áhrif á mitt líf, svona framan af. Ég tók þetta eineltis-drasl með mér inn í fullorðinsárin. Þetta var bara andskoti stór pakki og áreitið var ekki bara af hálfu barna heldur voru hinir fullorðnu oft ekkert mikið skárri.

En sko Bjarni, málið er að í dag geta svona orð ekki sært mig. Mér finnst ég nefnilega alveg sæt og ég er með sönnun. Ég er með kvittun fyrir skvísuganginum og ég sé hana í speglinum á hverjum degi.

Það er samt alveg glatað að þú sjáir ástæðu til að ráðast á unga konu á netinu af því að þér finnst hún ekki nógu sæt fyrir sjónvarpið þitt. Þú átt mörg skoðanasystkin sem hafa ráðist á kollega mína síðustu árin og ég þekki meira að segja alvarleg dæmi síðustu daga. Ég legg í alvörunni til að þú farir og finnir þér einhvern flottan sálfræðing og vinnir úr því með aðstoð, þörfinni að þurfa að ráðast á ókunnugt fólk á netinu. Kannski getið þið tröllin fengið hópafslátt.

Hey Bjarni, hér er líka smá auka saga fyrst að þú ert búinn að lesa svona langt. Þegar ég var yngri hélt ég að stelpur eins og ég mættu aldrei koma nálægt sjónvarpi. Þegar ég byrjaði að vinna í sjónvarpi var ég meira að segja á rosalegum bömmer yfir því að andlitið á mér sæist í sjónvarpinu. Sem er svona grunnforsenda þess að vinna í sjónvarpi. En mér skilst að ég standi mig bara ágætlega. Þannig að.

Ég talaði um þessi mál við eina fallegustu og klárustu konu sem ég þekki, sem líka vinnur í sjónvarpi. Hún minnti mig á allar litlu sex ára Nínurnar þarna úti sem eru með skarð og geta núna kveikt á sjónvarpinu og séð einhvern sem er eins og þær.

Það er bara svolítið magnað og gerir þetta allt saman þess virði, með eða án netrölla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Í gær

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu