fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Helgi Sig óhræddur við að setja markið hátt – Markmiðin skýr

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 10:30

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur, segir liðið stefna á það að fara upp úr Lenjudeildinni í sumar á hans fyrstu leiktíð við stjórnvölinn. Helgi er gesur í nýjasta sjónvarpsþætti 433.is.

Helgi tók við Grindvíkingum í haust. Hann var aðstoðarþjálfari Vals síðasta sumar og þar áður aðalþjálfari ÍBV.

„Við ætlum að reyna að keyra á þetta strax á fyrsta tímabili,“ segir Helgi í þættinum, en Grindavík hafnaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð.

„Við erum búnir að missa átta leikmenn og fá sjö inn. Ég er mjög sáttur með þessa sjö leikmenn. Við erum búnir að fá alvöru nöfn á markaðnum á Íslandi og teljum okkur vera að byggja upp spennandi og skemmtilegt lið. Við erum búnir að fá mikið af leikmönnum sem hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitla hér á Íslandi, auk þess erum við með nokkra stráka sem þekkja það að fara upp úr þessari deild.

Við erum komin með kjarna af leikmönnum sem þekkja það að vinna eitthvað og ná árangri. Svo erum við með mjög frambærilega stráka úr Grindavík og annars staðar frá. Við ætlum okkur að vera með sterkt lið í sumar og gera alvöru atlögu að því að fara beint upp.“

Eins og Helgi bendir á eru stór nöfn komin til Grindavíkur. Þar má nefna Óskar Örn Hauksson og Einar Karl Ingvarsson, sem hafa gengið til liðs við félagið í vetur. Þá kom Guðjón Pétur Lýðsson til Grindvíkinga síðasta sumar og er á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil.

„Þeir gera heilmikið. Þetta eru leikmenn sem hafa náð miklum árangri á sínum ferli sem fótboltamenn. Þeir þekkja það að vinna. Ef ég næ að halda þeim hungruðum, sem ég tel mig geta gert og þarf örugglega ekki að hafa mikið fyrir, þá munu þeir hjálpa strákunum gríðarlega mikið bæði innan sem utan vallar.“

Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild, og enn neðar hlusta á hann í hlaðvarpsformi.

 

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham
Hide picture