Rico Lewis hefur komið mörgum á óvart í liði Manchester City á leiktíðinni. Búist er við því að hann fái veglega launahækkun á allra næstunni.
Kappinn er aðeins 18 ára gamall. Hann hefur þó spilað fimmtán leiki fyrir Englandsmeistara City á þessari leiktíð og þótt standa sig ansi vel.
Þetta verður til þess að Lewis er að fá ansi veglega launahækkun. Í dag þénar hann um fimm þúsund pund. Laun hans munu fimmfaldast á næstunni og verða því 25 þúsund.
Lewis hefur skorað eitt mark fyrir aðallið City. Það kom í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Sevilla í haust, þar sem City vann 3-1 sigur.