Jesse Lingard gæti óvænt yfirgefið Nottingham Forest í vikunni miðað við nýjustu fregnir.
Hinn þrítugi Lingard gekk í raðir nýliða Forest frá Mancheseter United. Hann gerði eins árs samning og þénar 200 þúsund pund á viku.
Lingard hefur ekki tekist að spila eins stóra rullu og hann vildi fyrir Forest. Hann á enn eftir að skora eða leggja upp mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Team Talk segir að Lingard gæti farið til Tyrklands, þar sem félagaskiptaglugginn er opinn í tvo daga í viðbót.
Fenerbache og Besiktas eru sögð hafa áhuga.
Forest er sagt til í að losna við launapakka Lingard úr sínum bókum.