Enski utandeildarleikmaðurinn Jay Foulston var gripinn á stefnumótaforritinu Tinder í liðsrútu Taunton Town um helgina.
Forritið er afar vinsælt. Foulston var að nota það þegar mynd var tekin í rútu Taunton fyrir leik gegn Eastbourne Borough um helgina.
Menn höfðu virkilega gaman að þessu og greip Taunton tækifærið með því að notast við myndina er hitað var upp fyrir leik helgarinnar.
„Vonandi virkar Tinder hjá Jay vel utan vallar á meðan hann gerir vel innan vallar,“ stóð með myndinni sem félagið birti.
Foulston hafði húmor fyrir þessu. „Þetta virkaði,“ skrifaði hann.
Myndina sem um ræðir má sjá hér að neðan.