Fórnarlambið er 15 ára stúlka að sögn Aftonbladet sem segir að vettvangurinn hafi verið girtur af aðfaranótt mánudags og hafi lögreglan verið við störf þar alla nóttina.
Norling vildi ekki segja hvort um einn eða fleiri gerendur væri að ræða. Hann sagði að lögreglan verði að fara mjög varlega í að veita upplýsingar á þessu stigi málsins.