Í nótt reið skjálfti upp á 5,6 yfir miðhluta Tyrklands að sögn evrópsku jarðskjálftastofnunarinnar.
Eins og staðan er núna hefur verið staðfest að rúmlega 4.300 eru látnir. Tyrknesk yfirvöld segja að rúmlega 2.900 hafi látist þar í landi og minnst 1.400 létust í Sýrlandi.
Mikil óvissa er um þessar tölur og munu þær væntanlega hækka á næstu klukkustundum og dögum eftir því sem björgunarstarfinu miðar áfram. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að dánartölurnar muni hækka og reikna megi með að allt að 20.000 manns hafi látist.
Mörg þúsund manns slösuðust en engar nákvæmar tölur er að hafa yfir fjöldann eins og staðan er núna.
Hér fyrir neðan er hægt að lesa viðtal DV við Eygló Guðmundsdóttur sem býr á skjálftasvæðinu.