Portúgalski knattspyrnustjórinn José Mourinho gerir nýlegt athæfi margra leikmanna í knattspyrnuheiminum að umtalsefni í færslu sinni sem birtist á samfélagsmiðlinum Instagram fyrr í dag.
Mourinho furðar sig á athæfi leikmannanna sem hafa margir hverjir gert göt á sokkana sem þeir spila í og birtir Mourinho myndir máli sínu til stuðnings.
„Fallegir sokkar fyrir fallega leikinn. Samþykkt af knattspyrnuyfirvöldum,“ skrifar Mourinho í færslunni á Instagram og lesa má á framsetningu færslunnar að hann er ekki ánægður með þróunina líkt og sjá má hér fyrir neðan.
View this post on Instagram