Jamal Musiala sýndi ótrúlegt gæði þegar hann skoraði fyrir Bayern Munchen um helgina.
Bayern heimsótti Wolfsburg þá í þýsku efstu deildinni.
Gestirnir voru komnir í 0-3 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins með tveimur mörkum frá Kingsley Coman og einu frá Thomas Muller.
Jakub Kaminski minnkaði muninn fyrir Wolfsburg skömmu fyrir leikhlé.
Bayern var manni færra frá 54. mínútu þegar Joshua Kimmich fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Á 73. mínútu var komið að Musiala. Englendingurinn ungi spólaði sig þá framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum áður en hann skoraði. Hreint ótrúleg tilþrif.
Mattias Svanberg minnkaði muninn á 81. mínútu en nær komust heimamenn ekki.
Lokatölur urðu 2-4. Markið má sjá hér að neðan.
This Musiala goal🔥 pic.twitter.com/pbPxTxvnpX
— Messi FC 🐐 (@LM7joe10) February 5, 2023