Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 13.-15. febrúar.
Æfingarnar fara fram í Miðgarði og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla undankeppni EM 2023, en Ísland er þar í riðli með Tyrklandi, Englandi og Ungverjalandi. Riðillinn verður leikinn á Englandi 22.-28. mars næstkomandi.
Hópurinn er áhugaverður en þar á meðal er Jóhannes Kristinn Bjarnason leikmaður Norrköping en hann er að ganga í raðir KR.
Hópurinn
Benoný Breki Andrésson – Bologna
Arnar Daníel Aðalsteinsson – Breiðablik
Arnar Númi Gíslason – Breiðablik
Ágúst Orri Þorsteinsson – Breiðablik
Tómas Orri Róbertsson – Breiðablik
Halldór Snær Georgsson – Fjölnir
Júlíus Mar Júlíusson – Fjölnir
Þorsteinn Aron Antonsson – Fulham
Guðmundur Rafn Ingason – Fylkir
Sigurður Steinar Björnsson – Grótta
Jóhannes Kristinn Bjarnason – Norrköping
Haukur Andri Haraldsson – ÍA
Ingimar Torbjörnsson Stöle – KA
Axel Ingi Jóhannesson – Keflavík
Ásgeir Orri Magnússon – Keflavík
Adolf Daði Birgisson – Stjarnan
Guðmundur Baldvin Nökkvason – Stjarnan
Róbert Frosti Þorkelsson – Stjarnan
Sigurbergur Áki Jörundsson – Stjarnan
Ólafur Flóki Stephensen – Valur
Óliver Steinar Guðmundsson – Valur
Gísli Gottskálk Þórðarson – Víkingur R.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson – Þór