fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

UNICEF hefur neyðarsöfnun vegna jarðskjálfta í Sýrlandi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. febrúar 2023 14:19

Björgunarmaður ber ungan dreng úr rústum byggingar í Dana í Sýrlandi eftir jarðskjálftana. Mynd: Aaref Watad/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UNICEF á Íslandi hóf í dag neyðarsöfnun fyrir Sýrland vegna jarðskjálftanna stóru sem urðu í Tyrklandi og Sýrlandi í nótt.

Ástandið í Sýrlandi var fyrir hamfarirnar afar viðkvæmt og neyð barna þar mikil eftir tæp 12 ár af stríði og hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, verið á vettvangi í landinu frá upphafi stríðsins og allar götur síðan 1970 til að tryggja velferð og réttindi barna þar í landi. UNICEF hefur unnið þrotlaust að því að tryggja sýrlenskum börnum skjól, menntun, næringu og heilbrigðisþjónustu. Kemur þetta fram í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.

Líkt og komið hefur fram er ljóst að mörg hundruð manns hafi látið lífið í jarðskjálftunum sem átti upptök sín nærri Gaziantep við landamæri Sýrlands og Tyrklands en þar heldur m.a. mikill fjöldi flóttafólks frá Sýrlandi til við erfiðar aðstæður. Nú er sömuleiðis hávetur í Sýrlandi og 6,9 milljónir íbúa, þar af 3 milljónir barna, á vergangi eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín á umliðnum árum. Náttúruhamfarir sem þessar, ofan á laskaða innviði og neyð íbúa er því aðeins til að auka þeirra neyð.

UNICEF á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir sýrlensk börn um árabil en nú er ljóst að þörfin, sem mikil var fyrir og metin á 328 milljónir dala fyrir árið 2023, mun aukast verulega á næstunni. Áhrif skjálftanna munu koma verst niður á börnum og viðkvæmum hópum í landinu. Þau þurfa nú á okkar stuðningi að halda, sem aldrei fyrr.

Til að leggja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna Sýrlands lið er hægt að:

Senda SMS-ið „STOPP“ í númerið 1900 til að styrkja um 1.900 krónur.

Leggja inn frjáls framlög á reikning 701-26-102040  kennitala: 481203-2950

Frekari styrktarleiðir og upplýsingar má finna á vef unicef.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný