Árgangamót FH er stærsta ástæða þess að Kjartan Henry Finnbogason valdi að ganga í raðir félagsins á dögunum. Þetta kemur fram í léttu og skemmtilegu myndbandi sem félagið birti í gær
„Það er svo margt en aðallega árgangamótið,“ sagði Kjartan Henry léttur.
Kjartan gekk í raðir FH frá KR á dögunum og verður fróðlegt að fylgjast með þessum magnaða framherji á nýjum vettvangi.
Til að taka af allan vafa er Kjartan Henry þarna að að slá á létta strengi til að auglýsa fyrirhugað árgangamót sem FH verður með á næstunni.
Grín FH-inga má sjá hér að neðan.