Stjörnurnar komu saman á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Beyoncé, Bonnie Raitt Kendrick Lamar og Harry Styles fóru sigursæl heim eftir hátíðina, en það var Beyoncé sem var stórsigurvegari kvöldsins. Hún var tilnefnd í átta flokkum, vann til fjögurra verðlauna og náðu stórum áfanga. Hún hefur unnið til samtals 32 Grammy-verðlauna og er því sigursælasti tónlistarmaður hátíðarinnar.
Harry Styles átti líka frábært kvöld og var plata hans, Harry‘s House, valin plata ársins.
Tónlistarkonan Taylor Swift var meðal gesta á hátíðinni og hafa viðbrögð hennar við sigri Harry vakið athygli. E! News greinir frá.
Þau áttu í stuttu ástarsambandi frá 2012 til 2013 en það virðist hafa endað á góðum nótum og hafa þau í gegnum tíðina fagnað áföngum hvors annars.
Þegar það var kynnt að plata Harry hafi verið valin plata ársins var söngkonan ein af þeim fyrstu til að hoppa á fætur og klappa. Það má sjá hana brosandi út á eyrum í myndbandi sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.
Einnig hafa myndbönd af henni dansa við atriði Harry á hátíðinni vakið athygli og hefur hún meðal annars verið kölluð „besta fyrrverandi kærastan“
🎥| @TaylorSwift13 dancing to Harry Styles #GRAMMYs performancepic.twitter.com/o17AEG8Po0
— The Swift Society (@TheSwiftSociety) February 6, 2023
We feel the same way, Taylor. Harry Styles just slayed his #GRAMMYs performance. pic.twitter.com/ms0VPKrYza
— E! News (@enews) February 6, 2023
Now this is a another historic #Grammys moment. During Steve Lacy’s performance, Taylor Swift snuck over to talk to Harry Styles. They hug + talk for a long time over his table. pic.twitter.com/MX75UmcxJM
— Chris Gardner (@chrissgardner) February 6, 2023
Blússöngkonan Bonnie Raitt. sem naut mikilla vinsælda fyrir aldamót og gaf út nýja plötu í fyrra, fór einnig sigursæl heim og var lag hennar, „Just Like That“, valið lag ársins.
Sjáðu lista yfir allar tilnefningar og sigurvegara verðlaunanna hér.