Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri Manchester United er sagður virkilega ánægður með það starf sem Erik Ten Hag er að vinna.
Ten Hag tók við United síðasta sumar en félagið var á vondum stað innan vallar þegar Ten Hag tók við.
Bjartari tímar virðast vera framundan hjá United en liðið situr nú í þriðja sæti deildarinnar og spilamennskan betri en árin á undan.
Daily Mail segir að Ferguson sé mjög sáttur með starf Ten Hag en hann á sæti í stjórn félagsins og mætir á flest alla leiki liðsins.
Ferguson er 81 árs gamall en hann varð þrettán sinnum enskur meistari í starfi sínu sem þjálfari liðsins.
Ten Hag er komin með United í úrslit enska deildarbikarsins og er liðið átta stigum á eftir toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.