Sigurður Þorri Gunnarsson, tónlistarstjóri Rásar 2, kynnti stig íslensku dómnefndarinnar í beinni útsendingu Melodi Grand Prix á laugardagskvöld. Um var að ræða úrslitakvöld norsku undankeppni Eurovision og bar hin norsk/ítalska Alessandra Mele sigur af hólmi með lagið Queen of Kings.
Siggi gerði sér lítið fyrir og tilkynnti stigin á óaðfinnanlegri norsku við mikinn fögnuð áhorfenda. Íslenska dómnefndin gaf Mele 10 stig. Hér má sjá alla stigagjöfina en Siggi byrjar á mínútu 7.07
,,Verkefni kvöldsins var að reyna að tala norsku nokkuð skammlaust í norska ríkissjónvarpinu… já, og gefa stig fyrir hönd íslensku dómnefndarinnar! Ógeðslega gaman!“
Siggi er annnálaður aðdáandi Eurovision og hefur komið fram sem Eurovision-spekingur í þáttunum Alla leið. Í ár er hann einn þriggja kynna Söngvakeppninnar ásamt Ragnheiði Steinunni Jónsdóttur og Unnsteini Manuel Stefánssyni.