Manchester United vann lið Crystal Palace 2-1 um helgina þar sem miðjumaðurinn Casemiro sá rautt. Casemiro er einn mikilvægasti leikmaður Man Utd en missti hausinn í síðari hálfleiknum.
Brassinn tók þá Will Hughes, leikmann Palace, hálstaki og eftir VAR skoðun var hann rekinn útaf. Farið var yfir málið á Símanum í gær þar sem Eiður Smári Guðjohnsen tjáði sig um málið
Eiður Smári byrjaði á að segja að ef Casemiro fékk rautt spjald hefði átt að reka fleiri en hann af velli en hópur myndaðist þar sem margir voru að taka í hvorn annan.
„Þetta var ekki neitt, hann gerði ekkert. Bara smá klapp. Þetta gæti orðið mjög dýrkeypt, við sáum hversu mikið United saknaði hans þegar hann var í banni,“ sagði Eiður Smári.
Casemiro fer nú í þriggja leikja bann og missir af tveimur deildarleikjum gegn Leeds og einum gegn Leicester.
Just watch only casemiro pic.twitter.com/u0Ma1qvDgQ
— C~e~n~e~t~o~r¥¥ (@Cenetor256) February 6, 2023