Þetta á rætur að rekja til þess að þann 3. janúar síðastliðinn fann starfsfólk ekki púls hjá 66 ára íbúa á dvalarheimilinu og ekki var að sjá að hún andaði.
Kallað var á hjúkrunarfræðing sem fann ekki heldur púls eða merki um að konan andaði. Notaði hún meðal annars hlustunarpípu við skoðun á konunni.
People segir að í framhaldinu hafi útfararþjónusta verið fengin til að koma og sækja konuna. Hún var sett í líkpoka og ekið með hana í aðstöðu útfararþjónustunnar.
Þegar þangað var komið var brá útfararstjóranum mjög þegar líkpokinn var opnaður og hann sá konuna liggja og reyna að ná andanum.
Hann hringdi strax í neyðarlínuna og sjúkrabíll kom á vettvang. Konan var síðan flutt aftur á dvalarheimilið þar sem hún lést tveimur dögum síðar.
Heilbrigðisyfirvöld í Iowa tóku málið til rannsóknar og gagnrýndu verkferlanna á dvalarheimilinu í niðurstöðu sinni og sektuðu það.