fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Dularfullt andlát barnshafandi konu

Pressan
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 22:00

Alana Sims. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. janúar síðastliðinn fannst Alana Sims, sem var gengin fimm mánuði með annað barn sitt, látin við hlið bíls síns í Tampa í Flórída. Inni í bílnum svaf tæplega 2 ára sonur hennar.

Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og segir að Sims hafi látist af völdum áverka á efri hluta líkamans og að um „markvissa“ árás hafi verið að ræða. En hún hefur ekki látið mikið meira uppi um málið að sögn People.

Sims var 23 ára þegar hún lést. Niðurstaða krufningar liggur ekki enn fyrir og því ekki ljóst hvað eða hver olli þeim áverkum sem hún var með á efri hluta líkamans.

Þegar lögreglan kom að bíl hennar um klukkan 22 lá Sims látin við hlið hans en sonur hennar var sofandi inni í bílnum. Hann var ómeiddur og er nú í umsjá fjölskyldu hennar.

Lee Bercaw, lögreglustjóri, sagði í samtali við Tampa Bay Times að lögreglan telji að ekki hafi verið um tilviljun að ræða að Sims var myrt.

Crystal Clark, talskona lögreglunnar í Tampa, sagði í samtali við 10 Tampa Bay að miðað við ummerki á vettvangi hafi mátt ráða að Sims hafi verið búin að vera látin í töluverðan tíma áður en lögreglan kom á vettvang.

Sims bjó ekki í hverfinu þar sem hún fannst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu