Í tyrkneska héraðinu Malatya hafa 23 fundist látnir, 420 slasaðir og 140 byggingar hrundu að sögn tyrknesku Anadolu fréttastofunnar.
Í Osmaniye héraði hrundu 34 byggingar og minnst fimm létust.
Í Sanliurfa héraði, sem er nærri sýrlensku landamærunum, hafa 10 fundist látnir.
Í Sýrlandi hefur verið staðfest að 42 hafa fundist látnir og rúmlega 200 slasaðir hafa fundist. Þar hrundu byggingar í Aleppo og Hama.
Á upptökum og myndum á samfélagsmiðlum má sjá hrunin hús í mörgum borgum og bæjum í Tyrklandi.
Skjálftinn fannst í Líbanon, Sýrlandi, Kýpur og Ísrael.
Tyrkland er mjög virkt jarðskjálftasvæði og þar hafa margir látist í slíkum hamförum í gegnum tíðina. 1999 létust 17.000 manns í skjálfta upp á 7,4.
Uppfært klukkan 07.07
Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá hafa um 600 fundist látnir.