Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur tjáð sig um ákvörðun Raphael Varane að hætta með landsliðinu.
Þessi ákvörðun kom mörgum gríðarlega á óvart en Varane er aðeins 29 ára gamall og leikur með Manchester United.
Deschamps skilur þó ákvörðun Varane og minnir á að hann hafi tekið svipaða ákvörðun á sínum ferli.
,,Ég upplifði svipað á mínum ferli. Ég skil hans rök og virði hans ákvörðun,“ sagði Deschamps.
,,Þetta er leiðinlegt vegna þess hvernig hann stóð sig á HM, hann var leiðtogi sem við tókum öll eftir.“
Varane lék 93 landsleiki fyrir Frakkland á tíu árum en hann hélt til Englands 2021 eftir langa dvöl hjá Real Madrid.