Burns sagði að næstu sex mánuðir í stríðinu geti orðið „krítískir“ en Pútín veðji á þverrandi áhuga Vesturlanda á stríðinu og „pólitíska þreyta“ geti orðið til þess að hersveitir hans fá ný tækifæri til að sigra á vígvellinum.
„Ég held að nú veðji Pútín á að tíminn vinni með honum,“ sagði hann og bætti við að mikilvægt væri að sprengja hroka Pútíns og gera honum ljóst að hann geti ekki sótt frekar fram í Úkraínu og að hann taki sífellt meiri áhættu, með hverjum mánuðinum sem líður, á að missa þau landsvæði sem hann hefur tekið frá Úkraínu á ólöglegan hátt fram að þessu.
Ekki er langt síðan úkraínskir ráðamenn vöruðu við yfirvofandi stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu og að næstu mánuðir verði erfiðir.
Á fimmtudaginn var skýrt frá því að Rússar hafi siglt hluta af Svartahafsflota sínum til hafnar og telur úkraínski herinn það benda til að Rússar séu að undirbúa nýja sókn.