Hakim Ziyech, leikmaður Chelsea, var brjálaður undir lok félagaskiptagluggans er hann vildi komast til Paris Saint-Germain.
PSG sýndi Ziyech mikinn áhuga en hann virðist ekki eiga mikla framtíð fyrir sér hjá Chelsea. Chelsea sendi ranga pappíra í þrígang til Parísar og gengu skiptin því ekki upp.
Ziyech hefur ekki staðist væntingar síðan hann kom frá Ajax og leitast eftir því að yfirgefa ensku höfuðborgina.
Graham Potter, stjóri Chelsea, hefur þó staðfest það að Ziyech sé einbeittur að því að gera vel og spilaði gegn Fulham á föstudag.
,,Hann er kominn aftur, hann er byrjaður að æfa. Þetta eru ekki fyrstu sögurnar og ekki þær síðustu,“ sagði Potter.
,,Hann er atvinnumaður og hann skilur hvað gerðist. Hann er trúr félaginu og er til taks. Hann verður mikilvægur leikmaður út tímabilið.“