fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Keypti málverkið á 85.000 krónur – Seldist fyrir 423 milljónir

Pressan
Laugardaginn 11. febrúar 2023 13:30

Málverkið sem um ræðir. Mynd:Sotheby's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var málverk eftir flæmska málarann Anthony van Dyck selt fyrir 3 milljónir dollara, sem svarar til um 423 milljóna íslenskra króna, á uppboði. Seljandinn hafði greitt 600 dollara, sem svarar til um 85.000 króna, fyrir það.

CNN segir að málverkið heiti „St Jerome“ og sé nú á Museum Boijmans van Beuningen í Rotterdam í Hollandi.

Samkvæmt því sem kemur fram í uppboðsskrá Sotheby‘s þá er þetta annað af tveimur stórum málverkum sem van Dyck gerði með lifandi fyrirsætur fyrir framan sig. Það var líklega málað á tímabilinu frá 1615 til 1618 þegar van Dyck var ungur að árum og starfaði með Peter Paul Rubens í Antwerp.

Málverkið fannst seint á síðustu öld í hlöðu í Kinderhokk í New York. Það var Albert B. Roberts sem fann það en hann var ástríðufullur safnari „týndra“ verka. Hann lýsti safni sínu sem „munaðarleysingjahæli fyrir týnda listmuni“ segir í uppboðslýsingunni.

Robert greiddi 600 dollara fyrir málverkið.

Það var síðan selt á uppboði nýlega og var það dánarbú Roberts sem seldi það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp