CNN segir að málverkið heiti „St Jerome“ og sé nú á Museum Boijmans van Beuningen í Rotterdam í Hollandi.
Samkvæmt því sem kemur fram í uppboðsskrá Sotheby‘s þá er þetta annað af tveimur stórum málverkum sem van Dyck gerði með lifandi fyrirsætur fyrir framan sig. Það var líklega málað á tímabilinu frá 1615 til 1618 þegar van Dyck var ungur að árum og starfaði með Peter Paul Rubens í Antwerp.
Málverkið fannst seint á síðustu öld í hlöðu í Kinderhokk í New York. Það var Albert B. Roberts sem fann það en hann var ástríðufullur safnari „týndra“ verka. Hann lýsti safni sínu sem „munaðarleysingjahæli fyrir týnda listmuni“ segir í uppboðslýsingunni.
Robert greiddi 600 dollara fyrir málverkið.
Það var síðan selt á uppboði nýlega og var það dánarbú Roberts sem seldi það.