fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Andstæðingar bólusetninga vilja fá eigin blóðbanka með „hreint blóð“

Pressan
Laugardaginn 11. febrúar 2023 15:15

Blóðflokkurinn skiptir máli. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlum ræða andstæðingar bólusetninga mikið saman í sínum sérstöku hópum. Þeir ræða um hugmyndir sínar og langanir og telja sig vera með „hreint blóð“.

Hreyfing fyrir fólk með „hreint blóð“ varð til eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Í þessari hreyfingu er fólk sem segir að bóluefni gegn kórónuveirunni „mengi“ líkamann og að líkaminn „mengist“ ef fólk þiggur blóð úr bólusettum einstaklingi. En fyrir þessu færir þetta fólk engar sannanir.

Sumir í þessari hreyfingu hafa lagt til að stofnaðir verði sérstakir blóðbankar fyrir „hreint“ fólk, það er að segja fólk sem ekki hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni.

Rétt er að hafa í huga að þetta er fámennur hópur en hann er hins vegar mjög hávær.

Nýlega kom upp mál á Nýja-Sjálandi tengt þessum hugsunarhætti. Þar vildu foreldrar ungabarns ekki heimila að það fengi blóðgjöf í tengslum við lífsnauðsynlega hjartaaðgerð ef blóðið væri úr bólusettri manneskju. Farið var með málið fyrir dóm sem kvað upp úr um að barnið gæti gengist undir aðgerðina og fengið það blóð sem þörf væri á, óháð úr hverjum það kæmi.

Málið sýnir hversu langt andstæðingar bólusetninga eru tilbúnir að ganga og vekur athygli á samsæriskenningum sem beinast gegn bóluefnum. Þetta segir Katrine Wallace, farsóttafræðingur og lektor við University of Illinois Chicago í Bandaríkjunum. TV2 skýrir frá þessu.

Hún leggur áherslu á að engar vísindalegar sannanir hafi komið fram sem styðja samsæriskenningar andstæðinga bólusetninga. Hún benti á að ef óbólusettur blóðþegi fær blóð úr bólusettum blóðgjafa hafi það ekki í för með sér að hann verði bólusettur.

En samt sem áður er til fólk sem trúir að svo sé og að þetta sé hættulegt.

Meðal þeirra er George Della Pietra frá Sviss. Hann stofnaði Safe Blood Donation samtökin sem reyna að tengja óbólusetta blóðgjafa saman við aðra með „hreint blóð“.

Á heimasíðu samtakanna kemur fram að þau starfi í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Asíu og Afríku og telji bóluefni vera ógn við lýðheilsu. Meðlimirnir telja sig vera að vernda „framtíðina og mannkynið“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi