fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Rauði krossinn segir heiminn „hættulega óundirbúinn“ fyrir næsta heimsfaraldur

Pressan
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 13:30

Næsti heimsfaraldur getur brostið á hvenær sem er. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll ríki heims eru „hættulega óundirbúin“ fyrir næsta heimsfaraldur. Þetta er mat Rauða krossins sem segir að heilbrigðisvá framtíðarinnar geti komið upp á sama tíma og hamfarir af völdum loftslagsbreytinganna. Slíkar hamfarir verða sífellt líklegri.

Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans segi að þrátt fyrir þrjú erfið ár með heimsfaraldur kórónuveirunnar skorti mikið upp á að ríki heims hafi komið sér upp sterkum kerfum til að bregðast við nýjum heimsfaraldri. Segja samtökin að nauðsynlegt sé að koma upp sjóðum, byggja upp traust og staðbundin netverk til að vera undir næsta heimsfaraldur búin. Það hefur hins vegar ekki verið gert að mati samtakanna sem segja að öll ríki heims séu „hættulega óundirbúin“ undir faraldra framtíðarinnar og að ríki heims séu ekki betur undir faraldra búin núna en 2019.

Segja samtökin að ríki heims verði að undirbúa sig undir hamfarir af ýmsu tagi, ekki bara eina tegund. Það verði að undirbúa ríkin undir margar tegundir hamfara sem geta jafnvel skollið á samtímis.

Samtökin segja að hamförum tengdum veðri hafi fjölgað sem og sjúkdómsfaröldrum. Öfgaveðuratburðum fer fjölgandi og geta okkar til að takast á við þá er mjög takmörkuð að mati samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi