Til að tryggja að einhver væri heima þegar komið væri með sendinguna lét hann senda hana til 85 ára ömmu sinnar en hún býr í sömu götu.
Þegar amman opnaði pakkann kom í ljós að í honum var ekki skrifborð en þess í stað var titrari í honum. Daily Star skýrir frá þessu.
Amanda var að horfa á son sinn spila körfubolta þegar amman hringdi í hana og sagði henni að pakki væri kominn frá Amazon. „Ó, er skrifborðið mitt komið?“ spurði Amanda þá.
Indy100 segir að amman hafi þá hikað og sagt að pakkinn hefði verið settur í póstkassann. Amanda var svo upptekin af körfuboltaleiknum að hugsaði ekki nánar út í hvernig skrifborð hefði átt að passa í póstkassann.
Eftir smá tíma áttaði hún sig á að skrifborðið væri allt of stórt til að passa í póstkassann. Hún hringdi þá í eiginmann sinn til að segja honum frá þessu undarlega máli. Eiginmaðurinn hringdi þá í ömmu sína sem sagði honum að lítill pakki frá Amazon hefði komið í póstkassann og bauðst hún til að opna hann.
Henni brá mikið þegar hún opnaði hann og við blasti titrari.
Eins og gefur að skilja er Amanda spurn hvernig Amazon tókst að klúðra þessu svona illilega. Það er varla hægt að segja að titrari og L-laga skrifborð líkist, hvorki útlitslega né hvað varðar stærð.
Hún sagði frá þessu á TikTok og hefur myndband hennar fengið mikið áhorf.