Í samtali við BBC sagðist hann ekki hafa haft efni á að fara til tannlæknis og því hafi hann þurft að leita annarra leiða.
Hann leitaði sér upplýsinga á Internetinu og sá þar fjölda „tannlæknasetta fyrir heimili“ til sölu. Hann pantaði það sett sem hann taldi henta sér best og líklega eitt af þeim ódýrustu og auðveldustu til að nota.
Í settinu var poki með 20 grömmum af plastperlum. Watson fylgdi leiðbeiningunum og sauð vatn og setti perlurnar út í það. Þær urðu þá mjúkar og gagnsæjar. Því næst tók hann þær og setti á tönnina og mótaði þær og lét kólna. Hann notaði einnig tonnatak til að festa perlurnar vel við tönnina.
Hann sagðist sáttur við árangurinn og muni ekki hika við að beita þessari aðferð aftur ef þörf krefur.