fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Var „kasólétt“ – Brá mjög þegar hún heyrði sannleikann

Pressan
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánuðum saman gladdist Madalina Neagu, 42 ára rúmensk kona, yfir því að vera ólétt. Hún var mjög spennt yfir að verða móðir og gladdist þegar magi hennar stækkaði dag eftir dag.

Þegar hún fékk mikla verki hélt hún að hún væri komin með hríðir og fór á sjúkrahús. En þar fékk hún fréttir sem hún mun aldrei gleyma að sögn The Mirror.

Í ljós kom að hún var ekki ólétt. Hún var hins vegar með 5 kílóa æxli í leginu.

„Þegar konan sagði okkur að hún væri ólétt áttum við von á að meðgönguvandamál hefðu gert vart við sig. Stærðin á maga hennar, konu sem var gengin níu mánuði, veitti enga ástæðu til að telja að hún væri ekki kasólétt,“ sagði Dorin Scladan, læknir, sem tók á móti Neagu á Botosani sjúkrahúsinu.

Neagu brá að vonum mikið við þessi tíðindi. Það gafst þó ekki langur tími til að jafna sig á tíðindunum því hún var drifin í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys