fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Gera tilraun með að afglæpavæða hörð fíkniefni

Pressan
Laugardaginn 11. febrúar 2023 16:30

Nú verður gert refsilaust að vera með smáræði af hörðum fíkniefnum í fórum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Bresku Kólumbíu í Kanada hófst nýlega tilraun sem gengur út á að kanna hvaða áhrif það hefur að afglæpavæða vörslu og neyslu harðra fíkniefna á borð við kókaín, heróín, morfín, fentanýl og metamfetamín.

BBC segir að nú verði refsilaust að vera með allt að 2,5 grömm af hörðum fíkniefnum í fórum sínum.

Alríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir tilraunina sem mun standa í þrjú ár.

Ekki fjarri, í Oregon í Bandaríkjunum, var varsla og neysla harðra fíkniefna afglæpavædd 2020.

Samkvæmt nýju reglunum í Bresku Kólumbíu verður fólk ekki handtekið eða kært né lagt hald á hörð fíkniefni, sem það er með í fórum sínum, ef magnið er undir 2,5 grömmum. Þess í stað verður fólki boðið upp á upplýsingar um heilbrigði og þá félagslegu þjónustu sem er í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?