fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Sífellt meira geimrusl á braut um jörðina

Pressan
Laugardaginn 11. febrúar 2023 15:00

Það bætist sífellt við geimruslið sem er á braut um jörðina. Mynd:William Anders/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bætist sífellt við það rusl sem er á braut um jörðina okkar. Þetta getur gert að verkum að vísindamenn munu eiga í erfiðleikum við að sjá langt út í geiminn.

Geimurinn virðist endalaus þegar maður horfir upp í hann að næturlagi en samt sem áður er ekki endalaust pláss þar, að minnsta kosti ekki á braut um jörðina. Gervihnöttum fer sífellt fjölgandi og eru í raun að verða of margir.

The Independent segir að nú þegar sé áætlað að skjóta 44.000 gervihnöttum til viðbótar upp og setja á braut um jörðina.

Geimvísindamenn hafa varað við þessu og bent á að þegar líftími gervihnattanna er liðinn þá verði þeir að rusli í geimnum sem geti gert okkur hér niðri á jörðinni erfitt fyrir við að sjá fjarlægar stjörnur og stunda rannsóknir á geimnum og því sem í honum er.

Núna eru rúmlega 8.000 gervihnettir á braut um jörðina og Space X hefur í hyggju að senda 44.000 til viðbótar á braut um jörðina. Margir af þessum gervihnöttum sjá um fjarskiptasamband hér niðri á jörðinni og eru okkur því mjög mikilvægir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi