Svo virðist sem karldýrin fórni svefn til að geta makast. Þessi hegðun þeirra gæti átt þátt í að þeir deyja ungir að árum.
Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á þessari dýrategund sem er í útrýmingarhættu. The Guardian skýrir frá þessu og segir að ástralskir vísindamenn hafi rannsakað af hverju karldýrin ríði sér til bana á fyrsta æviári sínu á meðan kvendýrin verða allt að fjögurra ára. Þau fjölga sér þó aðeins einu sinni á æviskeiði sínu.
Fylgst var með hegðun pokakatta á Groote Eylandt, sem er undan strönd Northern Territory. Sáu vísindamennirnir að karldýrin hvíldust ekki nóg á meðan á fengitímanum stóð og telja þeir að það geti átt hlut að máli hvað varðar fjöldadauða þeirra.
Pokakettir eru í útrýmingarhættu á ástralska meginlandinu. Þetta er stærsta spendýrið, sem vitað er um, þar sem dýrin deyja eftir að hafa eignast afkvæmi í fyrsta sinn. Karldýrin verða allt að 600 grömm og geta verið á stærð við litla heimilisketti.