fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Graðir pokakettir ríða sér til bana í stað þess að sofa

Pressan
Laugardaginn 11. febrúar 2023 18:00

Pokakettir eru næturdýr. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gögn benda til að karlkyns pokakettir sofi minna en kvendýrin og séu miklu meira á ferðinni. Þetta veldur því að karldýrin drepast þegar þau hafa makast. Pokakettir eru ein af þeim fjölmörgu dýrategundum sem eiga heimkynni sín í Ástralíu.

Svo virðist sem karldýrin fórni svefn til að geta makast. Þessi hegðun þeirra gæti átt þátt í að þeir deyja ungir að árum.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á þessari dýrategund sem er í útrýmingarhættu. The Guardian skýrir frá þessu og segir að ástralskir vísindamenn hafi rannsakað af hverju karldýrin ríði sér til bana á fyrsta æviári sínu á meðan kvendýrin verða allt að fjögurra ára. Þau fjölga sér þó aðeins einu sinni á æviskeiði sínu.

Fylgst var með hegðun pokakatta á Groote Eylandt, sem er undan strönd Northern Territory. Sáu vísindamennirnir að karldýrin hvíldust ekki nóg á meðan á fengitímanum stóð og telja þeir að það geti átt hlut að máli hvað varðar fjöldadauða þeirra.

Pokakettir eru í útrýmingarhættu á ástralska meginlandinu. Þetta er stærsta spendýrið, sem vitað er um, þar sem dýrin deyja eftir að hafa eignast afkvæmi í fyrsta sinn. Karldýrin verða allt að 600 grömm og geta verið á stærð við litla heimilisketti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“