fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli loftmengunar og andlegrar vanlíðunar

Pressan
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að vera útsett(ur) fyrir loftmengun í langan tíma getur valdið þunglyndi og kvíða og skiptir þá engu þótt mengunin sé frekar lítil.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn The Guardian.  Fram kemur að í rannsókninni hafi tíðni þunglyndis og kvíða hjá tæplega 500.000 fullorðnum Bretum verið rakin á 11 ára tímabili. Niðurstaðan var að þeir sem bjuggu á svæðum þar sem loftmengun var mikil, voru líklegri til að glíma við þunglyndi og kvíða og átti það einnig við þegar mengunin var innan leyfilegra marka.

Í grein vísindamannanna, sem gerðu rannsóknina, kemur fram að niðurstöðurnar bendi til að þörf sé á strangari reglum hvað varðar leyfileg mengunargildi og hvað varðar eftirlit með mengun.

Lengi hefur verið vitað að loftmengun veldur öndunarfærasjúkdómum og hefur áhrif á slíka sjúkdóma. Vísindamennirnir segja að sífellt fleiri gögn sýni fram á tengsl loftmengunar og andlegrar vanlíðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?