fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hæstiréttur Ítalíu úrskurðar börnum í hag sem vilja ekki hitta afa sinn og ömmu

Pressan
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki hægt að þvinga börn til að hitta afa sinn og ömmu eða eiga samskipti við þau ef börnin vilja það ekki.

Þetta er niðurstaða hæstaréttar Ítalíu. Foreldrar tveggja barna áfrýjuðu dómi undirréttar sem hafði neytt börnin til að eyða tíma með föðurforeldrum þeirra.

Málið hófst þegar föðurforeldrar barnanna og föðurbróðir þeirra höfðuðu mál fyrir dómstóli í Mílanó og sögðust ekki fá að hitta börnin vegna „hindrana af hálfu foreldra þeirra“ en engin samskipti voru á milli málsaðila vegna fjölskyldudeilna.

Föðurforeldrarnir höfðu sigur fyrir ungmennadómstóli í Mílanó og áfrýjunardómstóli sem tók málið fyrir árið 2019 og úrskurðaði að börnin skyldu hitta afa sinn og ömmu undir eftirliti starfsmanns félagsþjónustunnar. Í dómsniðurstöðunni voru foreldrar barnanna varaðir við þeim andlega skaða sem börnin gætu orðið fyrir ef komið væri í veg fyrir að þau hittu föðurforeldra sína.

The Guardian segir að vörn foreldranna hafi byggst á að börnin vildu ekki hitta föðurforeldra sína vegna fjölskyldudeilnanna.

Í dómi hæstaréttar segir að þrátt fyrir að „enginn vafi“ leiki á að börnin myndu hafa ávinning af því að umgangast afa sinn og ömmu þá hafi þau látið í ljós andstöðu við að þurfa að umgangast þau og því sé ekki hægt að neyða þau til þess, sérstaklega ekki þegar um fjölskyldudeilur er að ræða.

Niðurstaða dómsins var að hagsmunir barnanna verði að vera yfir hagsmuni föðurforeldranna hafnir  og ekki megi þvinga þau til að eiga samskipti við föðurforeldrana og það eigi enn frekar við ef börnin hafa náð 12 ára aldri og dómgreind þeirra sé orðin þroskuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi