Christophe Galtier, stjóri Paris Saint-Germain, kennir Chelsea algjörlega um að félagið hafi ekki náð að semja við Hakim Ziyech í janúar.
PSG reyndi að fá Ziyech í sínar raðir undir lok janúargluggans en Chelsea sendi ranga pappíra til Frakklands þrisvar og gengu skiptin ekki upp.
Galtier segir að ábyrgðin liggi ekki hjá PSG og að það sé Chelsea að kenna að leikmaðurinn sé nú enn í London.
,,Það voru margar ástæður fyrir því að við náðum ekki að semja við leikmanninn sem við vildum,“ sagði Galtier.
,,Ég er með gæðaleikmenn og nú mun ungir strákar fá tækifæri seinni hluta tímabils. Dagskráin er full og þú þarft að passa upp á meiðsli og þreytu.“
,,Við gátum ekki náð þessum skiptum í gegn. Ég tel að ábyrgðin sé ekki á okkar félagi. Þannig er það og svona er lífið, við höldum áfram.“