Umboðsmaður miðjumannsins Moises Caicedo er virkilega óánægður með vinnubrögð Brighton.
Caicedo er leikmaður Brighton en hann gaf frá sér yfirlýsingu í janúar og bað um að fá að fara frá félaginu til Arsenal eða Chelsea.
Brighton harðneitaði þó að selja í þessum glugga og neitaði þar með leikmanninum um að taka sitt draumaskref á ferlinum.
,,Við fengum tilboðin, Moises sagðist vilja fara og að þetta væri hans draumaskref. Þetta er tækifæri sem mun ekki endilega bjóðast aftur,“ sagði umboðsmaðurinn.
,,Hann sagðist vilja fá ósk sína uppfyllta og þakkaði félaginu fyrir tækifærið að spila í ensku úrvalsdeildinni.“
,,Við vitum ekki hvað gerist á morgun, kannski er hann á æfingu og meiðist. Við vitum aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“