Chelsea 0 – 0 Fulham
Stuðningsmenn Chelsea fengu ekki mikið fyrir peninginn í kvöld er þeir borguðu sig inn á Stamford Bridge.
Chelsea tók á móti Fulham í grannaslag og byrjaði með nýja menn innanborðs.
Enzo Fernandez spilaði sinn fyrsta leik fyrir bláliða og þá byrjaði Mykhailo Mudryk sinn fyrsta leik.
Því miður var fyrsti leikur umferðarinnar engin skemmtun en ekkert mark var skorað í markalausu jafntefli.
Stigið gerir ekkert fyrir Chelsea sem er enn níu stigum frá Meistaradeildarsæti.