Everton hafði treyst á það að fá framherjann Andre Ayew í sínar raðir í janúar en hann er 33 ára gamall og þekkir ensku úrvalsdeildina vel.
Everton átti í raun skelfilegan janúarglugga en liðið þurfti á mikilli styrkingu að halda í fallbaráttu.
Ayew virtist vera á leið til Everton en leist að lokum ekki á blikuna og skrifaði undir samning við Nottingham Forest.
Ayew á að baki leiki fyrir Swansea og West Ham í efstu deild en hann lék síðast með Al Sadd í Sádí Arabíu.
Þar var Ayew duglegur að skora en hann er landsliðsmaður Gana og hefur skorað 24 mörk í 113 landsleikjum.
Everton vildi fá leikmann frá Chelsea í glugganum í skiptum fyrir Amadou Onana en enginn leikmaður þess síðarnefnda hafði áhuga á að færa sig til félagsins að svo stöddu.