Það er bull að Raphinha, leikmaður Barcelona, sé til sölu og sé jafnvel fáanlegur í sumarglugganum.
Þetta segir Xavi, stjóri Barcelona, en Raphinha kom til Barcelona í fyrra frá Leeds en náði ekki að heilla alla til að byrja með.
Raphinha er þó hægt og rólega að stíga upp og skoraði í 2-1 sigri á Real Betis í vikunni.
Xavi hefur bullandi trú á Brasilíumanninum og hefur engan áhuga á að losna við hann úr hópnum.
,,Raphinha hefur verið góður. Hann er mikið gagnrýndur en hann gerir mikið og við höfum mikið álit á honum,“ sagði Xavi.
,,Við munum alltaf standa við bakið á Raphinha, hann er framtíð Barcelona.“