Það er grannaslagur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Chelsea fær lið Fulham í heimsókn.
Eins ótrúlegt og það kann að hljóma er Fulham fyrir ofan Chelsea í deildinni með tveimur stigum meira.
Fulham situr í sjöunda sætinu með 31 stig en Chelsea er í því tíunda með aðeins einn sigur úr síðustu fimm leikjum.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Chelsea: Kepa, James, Badiashile, Thiago Silva, Cucurella, Fernandez, Gallagher, Mount, Ziyech, Mudryk, Havertz.
Fulham: Leno, Tete, Diop, Ream, Robinson, Palhinha, Reed, Pereira, Decordova-Reid, Willian, Mitrovic.