Það var rífandi stemning í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn þegar Halldór Gylfason, leikari, og Jóhann Alfreð, uppistandari og dómari í Gettu Betur, fengu sér sæti.
Manchester United og Liverpool eru til sölu. Voru þeir spurðir út í hvort félagið þeir myndu kaupa ef þeir ættu skrilljarða.
„Ég myndi kaupa Þrótt,“ grínaðist Halldór. „Ég myndi kaupa United svona af því ég held með þeim. Ég er samt enginn ákafur stuðningsmaður þeirra. Ég er ekkert djúpur í enska boltanum en fylgdist með þeim.“
Jóhann var sammála. „Er ekki United örlítið stærra félag?“
Halldór spurði hvort það væri sniðugt að kaupa fótboltafélag í enska boltanum.
Jóhann svaraði. „Ef þú horfir áratug aftur í tímann þá hefur það verið góður bisness. En hvort það sé endilega frábær tími að koma inn núna. Að eigendur séu að fá sama gróða næstu tíu ár – veit það ekki.“