fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Halldór steinhissa á fréttunum – „Þurfa þeir að fara selja klósettpappír og rækjur?“

433
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var rífandi stemning í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn þegar Halldór Gylfason, leikari, og Jóhann Alfreð, uppistandari og dómari í Gettu Betur, fengu sér sæti.

Það var mikið rætt og ritað um afrekssjóð ÍSÍ í vikunni en KSÍ fékk ekki krónu frá afrekssjóði þetta árið og KKÍ fær fáar krónur. Sagði formaður KKÍ að framtíð körfuboltalandsliðanna sé í hættu.

„Þurfa þá landsliðsmenn í körfubolta að fara selja klósett pappír og rækjur?“ spurði Halldór.

ÍSÍ svaraði umræðunni á Vísi.is um landslagið í íþróttum þar sem fram kom að KSÍ sé eina sambandið þar sem ekkert kostar fyrir yngri iðkendur að vera í landsliðsstarfi. Benedikt benti á að ef svo óheppilega vill til að einhver sé góður í annari íþrótt en fótbolta og sé valinn í landsliðið þá kostar það. „Mér finnst þetta sérstakt því á sama tíma er eiginlega ákveðið að byggja nýja höll fyrir 15 milljarða. En við þurfum að vísu nýja höll. Það er kominn tími á það.“

Halldór spurði þá hvers vegna og fékk útskýringar á því og að KKÍ og HSÍ sé á undanþágum. „Þjóðarhöllinn fór úr átta milljörðum í 15 á engum tíma,“ sagði Jóhann. „Þegar á að byggja þessar rosa byggingar sem á einhverjum tímapunkti muni taka 10 þúsund manns kannski einu sinni á ári en svo er þetta tómt hina daga ársins. Manni finnst þetta svo miklir peningar. Það er smá sóun eða skringilega farið með peninginn. Samt er þetta nauðsynlegt,“ sagði Halldór og spurði í lokin. „Er ekki hægt að gera þetta eitthvað öðruvísi?“

Benedikt er á því að þjóðarhöllin sé alltof stór og benti á að það hefði sjaldan verið uppselt á bikarúrslit eða landsleiki í hand- eða körfubolta. „Ég held að átta þúsund manna höll, ef handboltalandsliðið er áfram spennandi þeir geta alveg trekkt að, en þetta eru örfáir leikir á ári,“ sagði Jóhann.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt
Hide picture