fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Nei, ég er ekki að verða pabbi. Ég er líka að verða móðir í annað sinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. febrúar 2023 17:30

Helga Lóa Kristjánsdóttir ásamt eiginkonu sinni Valgerði Jóhannsdóttur. Mynd/Elísabet Blöndal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Lóa Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokkur, og eiginkona hennar, sjúkraþjálfarinn Valgerður Jóhannsdóttir, eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þær son sem verður fimm ára í mars og verður hann stóri bróðir í ágúst.

Helga Lóa vakti athygli á óviðeigandi spurningum sem þær, og aðrir aðilar í samkynja samböndum, fá reglulega um barneignir á Twitter og gaf DV leyfi til að miðla fræðslunni áfram til lesenda.

„1. Ég er líka að verða móðir þótt konan mín gangi með barnið. Ekki beina hamingjuóskum bara að henni. Við erum í þessu saman.

2. Nei. Ég er ekki að verða pabbi. Ég er líka að verða móðir í annað sinn.

3. Barnið er getið með gjafastæði og á ekki pabba. Við tölum alltaf um gjafa.

4. Ekki gefa ykkur það að við séum alltaf í stuði, eða yfir höfuð í stuði, til þess að tala um þetta ferli eða veita frekari upplýsinga um gjafann eða ferlið sjálft. Lestu þig til eða fáðu leyfi fyrst til að spyrja.

5. Ekki spyrja nærgöngula spurninga eins og úr hvorri eggið okkar sé. Myndir þú spyrja verðandi móður í gagnkynja sambandi að því? Fáðu leyfi til að spyrja slíkra spurninga og taktu því ef við nennum ekki eða viljum ekki svara.

6. Nei. Sonur okkar er ekki að eignast hálfsystkini. Hann er að fara að eignast lítið systkini.

7. Börn sem getin hafa verið með frumum úr sama gjafa eru ekki systkini barna okkar.

8. Vonandi veitti þetta örlitla innsýn í reglulegt spurningaflóð sem samkynjapör lenda iðulega í varðandi barneignir.“

Netverjar hafa þakkað Helgu Lóu fyrir fræðsluna og vakti meðal annars fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Ingileif Friðriksdóttur athygli á  þræðinum og mikilvægi hans.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“