fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sökuð um að blekkja aðdáendur og sviðsetja myndatökur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. febrúar 2023 14:00

Mynd/Instagram/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er sökuð um að blekkja aðdáendur og sviðsetja myndatökur.

Svokallaðar paparazzi myndir af stjörnunni hafa verið á dreifingu um netheima en breski miðillinn DailyMail birti fyrst myndirnar.

Á myndunum má sjá Kylie, 25 ára, í bikiníi á ströndinni og birtist fjöldi frétta á erlendum miðlum þar sem kom fram hvað hún liti vel út og að hún hafi eignast barn fyrir ári síðan.

En nú er raunveruleikastjarnan í vandræðum. Netverjar saka hana um að hafa ráðið eigin paparazzi ljósmyndara og breytt myndunum í myndvinnsluforriti áður en þær voru seldar áfram til DailyMail og annarra miðla.

Einn netverji fór ítarlega yfir málið og benti á að ljósmyndarinn sem tók myndirnar er þekktur einkapaparazzi stjarnanna.

@culturework chargeback everything you bought from these people #kyliejenner #fyp ♬ Jeopardy! Game Show Theme (In the Style of Mev Griffin) – Instrumental King

Kim Kardashian, systir Kylie, hefur áður greint frá því að systurnar eru með eigin paparazzi ljósmyndara á launum og sagði ástæðuna vera svo aðdáendur þeirra sem endurbirta myndir af þeim lendi ekki í vandræðum. En netverjar telja að meira liggi þar að baki, eins og að þær vilji hafa eigin ljósmyndara svo þær geti farið yfir myndirnar og breytt þeim fyrir birtingu.

Margir benda á að sú Kylie sem við sjáum á Instagram – þar sem hún er með yfir 380 milljónir fylgjenda – er ekki sama Kylie og í raunveruleikanum. Netverjar hafa notað myndir af Kylie frá tískuvikunni í París til að styðja mál sitt. Stjarnan birti nokkrar myndir á Instagram og vilja netverjar meina að hún sé gjörólík sér á myndunum frá ljósmyndurunum á tískuvikunni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PROBLEMATIC FAME (@problematicfame)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?